Sjávarútvegsskóli unga fólksins í Vestmannaeyjum
13. ágúst, 2023

Sjávarútvegsskóli unga fólksins var kenndur í Vestmannaeyjum í vikunni sem leið. Tveir leiðbeinendur komu til Eyja til þess að hafa umsjón með kennslunni. Önnur þeirra var eyjakonan Katla Snorradóttir en með henni í för var Guðdís Benný Eiríksdóttir. Sjávarútvegsskóli unga fólksins var stofnaður árið 2013 af Síldarvinnslunni en Háskólinn á Akureyri tók við rekstrinum árið 2017. Skólinn er samstarfsverkefni vinnuskóla sveitarfélaga, fyrirtækja í sjávarútvegi og Háskólans á Akureyri. Kennsla fer fram á sumrin og kennarar við skólann eru sjávarútvegsfræðingar frá skólanum, ýmist enn í námi eða útskrifaðir. Kennt er á Austfjörðum, Norðurlandi, Vestfjörðum, í Snæfellsbæ, Reykjavík og nú síðast í Vestmannaeyjum. Skólinn er í samtals 14 klukkustundir, þar af 7,5 klukkustund af fyrirlestrum.

Katla og Guðdís Benný stunda báðar nám við Háskólann á Akureyri í sjávarútvegsfræði og er Guðdís einnig menntaður fiskeldisfræðingur. „Við erum nokkrir kennarar í sumarvinnu hjá sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri. Sjávarútvegsskólinn er kenndur víða um landið og er sífelld aukning á svæðum sem kennt er á. Tveir kennarar fara á hvern stað fyrir sig og sjáum við um að skipuleggja dagskrá á þeim stöðum og eru þær misjafnar eins og staðirnir eru margir. Í ár er Sjávarútvegsskólinn 10 ára gamalt verkefni sem hefur farið vaxandi árin og núna árið 2023 fórum við t.d. á tvo nýja staði í fyrsta sinn, Vestmannaeyjar og Snæfellsnesið,“ sagði Katla.

Hópurinn í heimsókn hjá Ísfélaginu.
Eyþór sýnir nemendum brúnna á Heimaey VE.

Fjölbreytt dagskrá 

Það voru 10 krakkar úr vinnuskólanum sem voru að klára 9. og 10. bekk sem tóku þátt í Vestmannaeyjum. Katla segir margt skemmtilegt hafa verið gert í Vestmannaeyjum. „Farið var í heimsókn í Ísfélagið þar sem krakkarnir fengu leiðsögn með Birni Brimari gegnum uppsjávarvinnsluna og þá fór Eyþór Harðar með okkur um borð í Heimaey þar sem hann sýndi skipið og sagði frá hvernig hlutirnir fara fram á sjónum. Vinnslustöðin tók á móti okkur með súkkulaði og gosi, Sverrir Haraldsson hélt stutta glærusýningu um fyrirtækið og þar á eftir tók Gunnar Páll á móti okkur í Leo Seafood þar sem krakkarnir fengu að sjá nýju botnfiskvinnsluna. Þeir útveguðu okkur líka gamlan þorsk til þess að við gætum kennt krökkunum skynmat á fisk. Síðasta daginn var farið í bátsferð með Björgunarsveit Vestmannaeyja. Arnór og Guðni fóru með krakkana á nýja björgunarsveitabátnum hringinn í kringum eyjuna auk þess að útskýra fyrir þeim starfsemina sem fer fram hjá þeim og kynntu fyrir þeim unglingastarfið.“ 

Sverrir tók á móti nemendum í Vinnslustöðinni.
Mismunandi aðferðum var beitt við skynmat.
Nemendur vinna skynmat á fisk.

Skemmtilegur og áhugasamur hópur 

Þau fengu líka til sín tvo gestafyrirlesara í vikunni. „Erlendur Bogason kafari kom og kynnti fyrir krökkunum heimasíðuna www.sjavarlif.is og sagði þeim frá köfun og rannsóknum á nýjum lífverum í hafinu. Hrafn Sævarsson kom fyrir hönd ILFS nýja landeldisfyrirtækisins sem er verið að setja á stofn hérna í Eyjum og hélt kynningu fyrir krakkana og sýndi þeim framtíðaratvinnumöguleika í sjávarútveginum í Vestmannaeyjum. 

Katla segir heimsóknir í fyrirtæki er mikilvægan part af Sjávarútvegsskólanum. „Þar sjá krakkarnir starfsemina með eigin augum og geta þá vonandi tengt það við námsefnið sem við sýnum þeim. Krakkarnir virtust mjög sáttir með vikuna. Þetta var mjög skemmtilegur og þægilegur hópur sem spurði spurninga og mörg þeirra áhugasöm.“ 

Ánægjulegt að koma til Eyja 

Annað efni sem kennt er í skólanum hefur verið sett saman af kennurum og verkefnastjórum sjávarútvegsmiðstöðvarinnar. „Þar erum við t.d. að útskýra fyrir þeim grunnatriði sjávarútvegsins, hversu miklu stærri vettvangur þetta er heldur en bara sjómennska og fiskvinnsla. Við förum yfir sögu sjávarútvegsins og þróun hans í gegnum tíðina, hversu mikilvæg auðlind þetta er fyrir landið okkar, segjum frá helstu skipum og veiðarfærum, förum vel yfir gæðamál og mikilvægi þeirra. Nýsköpun í sjávarútvegi fer sífellt vaxandi og erum við með kynningu á nýtingu hráefnisins og segjum frá fyrirtækjum sem vinna vörur úr hliðarafurðum o.fl. Við horfum jú auðvitað á þessa kynslóð sem framtíðina og er okkar markmið að halda fast í okkar fólk til að halda sjávarútveginum í stanslausri uppbyggingu. Það var ánægjulegt að koma með skólann til Eyja og vonandi verða Vestmannaeyjar einn af okkar föstu viðkomustöðum í framtíðinni,“ sagði Katla. 

Hluti hópsins að lokinni útskrift.
Strákarnir voru ánægðir með sjóferðina á Þór.

Katla segir það hafa verið sérstakt fyrir sig að koma með skólann til Eyja. „Ég hef t.d. unnið bæði hjá Ísfélaginu á vertíð og vann í VSV lengi vel í humar-, uppsjávar- og bolfiskvinnslu. Fyrir mig var auðvitað mjög áhugavert að sjá hversu miklar breytingar og nýjungar hafa átt sér stað á stuttum tíma. Ég tók líka eftir því miðað við aðra staði, hversu mikið meira er af fyrirtækjum í Eyjum að vinna í tengslum við sjávarútveginn en ég gerði mér í rauninni grein fyrir. Ég myndi klárlega vilja hafa lengri dagskrá næst,“ sagði Katla að lokum. 

Haft mikinn áhuga á sjómennsku síðan ég var krakki 

Gunnar Páll Elvarsson var meðal nemenda í Sjávarútvegsskóla unga fólksins í Vestmannaeyjum Gunnar Páll var að ljúka við 9. bekk en er þó ekki þáttakandi í vinnuskólanum en hann hefur unnið á golfvellinum og í Krónunni í sumar. Hann hafði þó mikinn áhuga á því að taka þátt þegar hann komst að því að skólinn væri á leiðinni til Eyja. „Pabbi aðstoðaði mig við að komast í samband við þau og það var ekkert mál að fá að vera með þó að þetta sé bara fyrir þá sem eru í vinnuskólanum.“  

Gunnar Páll með Halldóri Inga um borð í Ísleifi VE.

Gunnar Páll segir það vera mikinn áhuga sinn á sjómennsku sem hafi rekið hann af stað í þetta. „Ég hef haft mikinn áhuga á sjómennsku síðan ég var krakki.“  Hann segir áhugann síður en svo hafa minnkað eftir þetta nám. „Þetta var mjög gaman og fróðlegt allt.“ Hann segist staðráðinn í því að fara í stýrimannaskólann þegar hann verður eldri.

Hvað er það sem er svona spennandi við sjómennskuna „Bara fara á sjó og vinna við fisk, mig hefur bara alltaf langað til að gera það.“ Gunnar Páll segir nokkuð um sjómenn í kringum sig. „Pabbi var á sjó lengi og langafi minn var í útgerð og svo á ég marga frændur sem eru sjómenn.“ 

Hann hefur þrátt fyrir ungan aldur aðeins fengið að finna smjörþefinn af sjómennskunni. „Ég fékk að fara með í einn loðnutúr á Ísleifi VE. Það var mjög gaman að fá að taka þátt í því.“ 

Aðspurður um það hvað hefði staðið upp úr í skólanum var okkar maður ekki í nokkrum vafa. „Það var mjög gaman að læra um mismunandi veiðafæri og fisktegundir. Af þeim stöðum sem við heimsóttum fannst mér áhugaverðast að skoða Heimaey og að skoða uppsjávarvinnsluna hjá Ísfélaginu.“ 

Sjómaðurinn ungi sagðist hafa verið mjög ánægður með þessa daga og mælir með Sjávarútvegsskóla unga fólksins fyrir alla. 

Greinina má einnig lesa í 14. tbl. Eyjafrétta.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst