Yfir sjötíu prósent landsmanna telja að kvótakerfi fiskveiða á Íslandi sé almennt betra en gerist í öðrum löndum. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem MMR gerði fyrir Landssamband íslenskra útvegsmanna. Hörð átök geisa þessa dagana á Alþingi Íslendinga um skipan sjávarútvegsmála. Svo mikið er víst, landsmenn eru nokkuð sammála um að atvinnugreinin sé mikilvæg fyrir íslenskt efnahagslíf, miðað við könnun MMR fyrir útvegsmenn.