Stöðug umferð loðnuskipa var inn í Vestmannaeyjahöfn í morgun en sjö skip bíða nú löndunar eða eru í löndun. Gærdagurinn var mjög góður hvað veiði varðar en flest skipanna voru við veiðar í Faxaflóa. Hrognavinnsla er í fullum gangi, bæði í Vinnslustöð og Ísfélag og vonast menn til að loðnan sem nú kemur að landi, sé hæf til vinnslu hrogna á Japansmarkað.