Nanna Dröfn Sigurfinnsdóttir hefur verið sjómannskona í 31 ár, en hún er gift �?ttari Gunnlaugssyni sjómanni á Sigurði VE og eiga þau saman þrjár dætur, �?nnu Ester 27 ára, �?orbjörgu Lind 19 ára og �?uríði Andreu 7 ára. Nanna Dröfn er Eyjakona í húð og hár en �?ttar er Siglfirðingur, sem kom til Eyja árið 1984. �?ttar ætlaði sér að fara einn túr á sjó með Sverri bróður sínum en ílengdist og er ekki en farin til baka á Siglufjörð. ,,Við �?ttar fórum að vera saman árið 1985 og vorum farin að búa saman 1986, þannig að ég hef verið sjómannskona í 31 ár núna og líkar það vel.�?� Nanna segir sjómannsfjölskyldulífið oft frábrugðið hinu dæmigerða fjölskyldu lífi því konan sé höfuð og herðar heimilisins og barnanna á meðan maðurinn er á sjó og sjómannskonan þurfi oft að ganga í fleiri hlutverk en ef maðurinn væri að vinna í landi. ,,Maður sér um allt sem við kemur hinu daglega lífi, en maður þekki svo sem ekkert annað. Svona hefur þetta alltaf verið og maður kvartar ekkert. �?að sem kannski er erfiðast við þetta, er þessi mikla fjarvera og hvað maður er mikið einn. Maður þarf að stóla mikið á sjálfan sig með allt. Til dæmis ef veðrið er vont og eitthvað farið að fjúka þá verður maður sjálfur að fara út og redda málunum, maður hringir ekkert á sjóinn og kvartar því þeir geta ekkert gert. Maður lætur bara hlutina ganga. �?tli maður mundi svo nokkuð kunna að hafa hann vinnandi í landi því maður er vanur að stjórna öllu hérna heima fyrir�?� segir Nanna og hlær.
�?ðruvísi að vera sjómannskona í dag
Nanna segist finna fyrir miklum mun á því að vera sjómannskona í dag en fyrir 20-30 árum síðan. Menn séu farnir að róa minna en áður fyrr og öll tæknin sem er í boði í dag auðveldi mikið samskiptinn á milli fjölskyldunnar. ,,�?etta er allt öðruvísi í dag, menn eru meira í landi og eru töluvert meiri þáttakendur í fjölskyldulífinu. �?g finn til dæmis mikinn mun á því að vera með ungt barn í dag og þegar ég var með �?nnu Ester litla fyrir 27 árum. Núna er �?ttar farin að róa allt öðruvís. �?etta eru tarnir í nokkra mánuði og svo kemur fínt stopp inn á milli vertíða. Hann er miklu meira heim í dag heldur en þegar eldri stelpurnar voru litlar. Svo er tæknin í dag orðin svo frábær. Nú eru þeir yfirleitt alltaf í net- og símasambandi og hann hringir mikið í okkur á Skype. Hérna áður fyrr var oft ekkert símasamband og því minna um samskipti. Maður hringdi bara í talstöðina ef það var lífsnauðsynlegt, annars beið maður bara eftir að hann hringdi, sem var ekki eins oft og í dag. �?að er nú ekki lengra síðan að þetta var svona en rúm tuttugu ár, sem betur fer hefur þessi breyting orðið síðustu áratugi.�?�
Sjódregin í land til að vera viðstaddur fæðinguna
Nanna segir �?ttar þó hafa verið viðstaddan fæðingarnar hjá öllum stulkunum þrem. ,,�?að var nú ekki á dagskrá að vera viðstaddur þegar �?orbjörg Lind kom í heiminn fyrir 19 árum síðan, en þegar nær dró vildi hann ólmur komast heim þannig að hann var sjódregin í land. Hann var á Huginn VE á þessum tíma og Antares VE var á leiðinni í land þannig að honum var skutlað á milli skipa og náði heim í tæka tíð.�?�
Tíminn saman nýtur til hins ítrasta
Hjá sjómannsfjölskyldum er það oft þannig að sjómennirnir missa af stórum og mikilvægum viðburðum, eins og afmælum, skólaskemmtunum, íþróttaviðburðum og fleiri gleðistundum og tekur Nanna heilshugar undir það. ,,Stelpurnar hafa oft talað um það að þær muni varla eftir því þegar þær voru yngri að pabbi þeirra hafi verið heima á afmælisdögum þeirra. Enda eiga þær eldri afmæli í febrúar og mars þegar þegar loðnuvertíðin stendur yfirleitt sem hæst. En ég held samt að á móti græði sjómannsbörn oft auka samveru stundir með pabba sínum, sem væri kannski ekki ef pabbi þeirra væri að vinna í landi. �?ví oft er það þannig að þegar sjómaðurinn kemur í land þá er þeim gefið frí í leikskólum og skólum og eitthvað skemmtilegt planað. �?arna ná sjómannsbörnin einhverri tengingu við pabba sinn og geta haft hann útaf fyrir sig. Eins þegar þeir eru að koma í frí þá er held ég meira gert til þess að njóta samverunnar en ella. Tíminn er nýtur til hins ítrasta. �?ó svo að fjarverunar séu oft langar þá eigum við ætíð góða samveru þess á milli.�?�
Hátíðleg og skemmtileg helgi
Að lokum kemur sjómannadagurinn til tals. ,,Sjómannadagurinn er alveg heilagur í okkar fjölskyldu og öll helgin. �?etta er þriggja daga skemmtun hjá okkur og hefur verið í mörg ár. Maður byrjar á föstudeginum á tónleikum, svo er það Höllin á laugardeginum og svo förum við alltaf eitthvað út á sunnudeginum og fögnum sjómannadeginum sjálfum. �?g tek mér alltaf frí í vinnu á mánudeginum til þess að taka þátt í þessu öllu, svo get ég notið þess að vera í fríi daginn eftir. �?ttar hefur verið í sjómannadagsráði Vestmannaeyja síðastliðinn 20 ár þannig að það hefur oft verið að mörgu að snúast þessa helgina hjá honum. En núna er fyrsta árið sem hann er ekki í ráðinu og okkur hlakkar því mikið til að geta tekið þátt í öllu og notið þess að vera saman. �?etta verður nú samt örugglega pínu skrítið en bara gaman. Sjómannadagshelgin er eiginlega bara okkar �?jóðhátíð. Mér finnst miklu meira fjör að fara út að skemmta mér þessa helgi en á �?jóðhátíð. �?etta er svo hátíðleg og skemmtileg helgi fyrir alla fjölskylduna og alltaf jafn gaman að fara á bryggjuna á laugardeginum og á Stakkó á sunnudeginum, sama hvernig viðrar og hvernig heilsan er eftir fjör laugardagsins. Mér finnst þetta alveg frábær helgi. Til hamingju með daginn sjómenn og fjölskyldur.�?�