Í nótt og í morgun hefur verið algjör bræla á miðunum, sérstaklega sunnan við land þar sem ölduhæð hefur mælst yfir tíu metra á Surtseyjarduflinu. Loðnuvertíð er hins vegar í fullum gangi og hvergi slegið af við að skapa verðmæti fyrir þjóðarbúið. Það þýðir að loðnuskipin sigla þótt veðrið sé slæmt. Þessar mögnuðu myndir tók Þorbjörn Víglundsson, 2. stýrimaður á Júpíter ÞH út um brúargluggann í morgun.