Sjúkraflug frá Eyjum aukist um 70 prósent
17. janúar, 2015
Sjúkraflug frá Vestmannaeyjum hefur aukist um sjötíu prósent og kostnaður vegna flutnings sjúklinga milli eyja og lands árið 2014 er ekki undir 75 milljónum. �?etta er meðal þess sem kemur fram í harðorðri bókun bæjarráðs Vestmannaeyja um stöðu heilbrigðismála í Vestmannaeyjum. Greint er frá þessu á fréttavef R�?V.
Í bókun bæjarráðs er lýst yfir miklum áhyggjum af versnandi stöðu heilbrigðismála í Vestmannaeyum og vaxandi kostnaðar vegna sjúkraflugs til og frá Eyjum. �??�?að þarf ekki að koma á óvart að eftir því sem þjónusta á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja hefur verið skert þá hefur kostnaður vegna sjúkraflugs aukist.�??
Bæjarráð segir að sú þjónusta sem áður var veitt á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja sé nú veitt í Reykjavík. �??Skerðing á bráðaþjónustu og viðbragðsgetu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja hefur því orðið til þess að frá 2013 til 2014 er um 70% fjölgun í sjúkraflugi að ræða.�??
Bæjarráð bendir heilbrigðisyfirvöldum á að kostnaður við sjúkraflug sé verulegur eða um 600 þúsund krónur. �??Kostnaður vegna flutnings sjúklinga frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur á árinu 2014 er því vart undir 75 milljónum. �?ar við bætist kostnaður vegna læknisþjónustunnar sjálfrar sem sjúklingum frá Vestmannaeyjum er veitt í Reykjavík sem og sá viðbótarkostnaður sem Tryggingastofnun ríkisins verður fyrir vegna hreppaflutninga sjúklinga.�??
Bæjarráð ítrekar því kröfu sína að tafarlaust verði brugðist við bráðavanda heilbrigðisstofnunar í Vestmannaeyjum og að fjármagn verði heldur nýtt til að auka heilbrigðisþjónustu frekar en að flytja hana.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst