Skaðar fyrirtæki í Eyjum
7. mars, 2014
Verkfall háseta, bátsmanna og þerna á Herjólfi hefur verulega áhrif á samfélagið í Vestmannaeyjum. Vegna yfirvinnubannsins siglir Herjólfur aðeins eina ferð á virkum dögum þegar ófært er í Landeyjahöfn en enga ferð á laugardögum og sunnudögum. Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Njáli Ragnarssyni, framkvæmdastjóra Fiskmarkaðar Vestmannaeyja að allur fiskur af markaðnum fari með Herjólfi. Yfirleitt er sá fiskur sem er seldur á markaðnum sendur síðdegis sama dag og hann er keyptur eða morguninn eftir. Í gær var hins vegar fiskur í húsi sem var keyptur á miðvikudag en komst ekki til lands fyrr en nú í morgun.
Gera megi ráð fyrir því að yfirvinnubannið setji strik í reikninginn hjá fleiri fyrirtækjum, t.d. varðandi aðföng og fyrir framleiðslufyrirtæki flytja alla sína framleiðslu til fastalandsins með Herjólfi og má þar nefna t.d. Grím Kokk. �??�?etta er bagalegt. �?að er ekki spurning. Við getum bara sent vörur einu sinni á dag í staðinn fyrir tvisvar,�?? er haft eftir Grími í Morgunblaðinu í dag en hjá honum byrjar nú vinna fyrr á nóttunni til að ná að senda vörur með þessari einu ferð Herjólfs klukkan 8:30. �?ví fylgi hins vegar kostnaðarauki fyrir fyrirtæki hans.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst