Dæluskipið Skandia sigldi eftir hádegi upp í Landeyjahöfn og er byrjuð að dæla sandi frá mynni hafnarinnar. Aðstæður við Landeyjahöfn eru góðar og útlit fyrir að hægt verði að dæla þar næstu daga, samkvæmt upplýsingum sem fengust um borð. Gera þurfti við skipið eftir að það lenti utan í hafnargarðinum fyrir nokkrum vikum en þá var það nýkomið á flot aftur, eftir viðamiklar viðgerðir á botni skipsins.