Nú er ölduhæð loksins komin undir tvo metra í Landeyjahöfn en öldudufl þar sýnir 1,5 metra ölduhæð. Til að dæluskipið Skandia geti athafnað sig í Landeyjahöfn verður ölduhæð að vera minni en tveir metrar. Skandia liggur þó enn við landfestar í Eyjum en skipið mun væntanlega sigla upp í Landeyjahöfn síðar í dag.