Háskólalest Háskóla Íslands kom við í Vestmannaeyjum í síðustu viku. �?etta er í fjórða sinn sem lestin fer um landið en í fyrsta sinn sem hún kemur við í Eyjum. Háskólalestin kynnir hinar ýmsu námsgreinar fyrir fólki á öllum aldri, m.a. eðlisfræði, efnafræði, hugmyndasögu, stjörnufræði, vísindaheimspeki, japönsku og meira að segja Legó-forritun.
Síðastliðinn föstudag heimsóttu starfsmenn lestarinnar elstu bekki Grunnskóla Vestmannaeyja (GRV) en þar gátu nemendur sótt valin námskeið í Háskóla unga fólksins. �?á stóð yngstu bekkjum GRV og börnum á leikskólaaldri til boða að taka þátt í Biophilia-tónvísindasmiðju en Biophilia er samstarfsverkefni tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur, Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar.
Á laugardaginn var svo slegið upp veglegri vísindaveislu í Höllinni. Aðsókn fór fram úr björtustu vonum þeirra sem að lestinni stóðu, nánast fullt hús allan tímann en í vísindaveislunni var boðið upp á magnaðar sýnitilraunir, legósmiðju, leiki, þrautir, tæki og tól, auk þess sem fulltrúar Fab Lab smiðjunnar og �?ekkingarsetursins tóku þátt í deginum. Ekki má svo gleyma Sprengjugengi Háskóla Íslands sem sýndi nokkrar skemmtilegar tilraunir. Vísindaveislan var mjög skemmtileg, bæði fyrir börn og fullorðna enda gengu flestir út með bros á vör.