Heildarúthlutun fiskveiðiheimilda á skip sem skráð eru í Vestmannaeyjum er um 11% af heildarúthlutun fiskveiðiheimilda. Úthlutun á skip sem skráð eru í Reykavík er um 14% alls kvótans og er höfuðborgin því stærsta kvótahöfn landsins. Af einstökum fyrirtækjum í Eyjum er Vinnslustöðin með 10. mesta kvóta útgerðarfyrirtækja landsins með 10.241 þorskígildistonn eða 3.94%.