Hægt vaxandi norðaustanátt, 10 til 18 m/s síðdegis. Él á Norður- og Austurlandi, en þurrt og bjart um landið sunnanvert. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust sunnantil yfir daginn.Þannig hljóðar veðurspá dagsins á veður.is sem þýðir bjart og fallegt veður í Vestmannaeyjum. Mestu skiptir að vera réttu megið við núllið og sólin yljar á daginn.
Það eru líka vísbendingar um að vorið sé á næsta leiti eins og þessar fallegu myndir sem Addi i London tók á skírdag bera með sér. Fallegra er veðrið ekki á þessum árstíma og ekki annað að sjá en að það endist út páskana.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst