Skógræktarfélag Vestmannaeyja fékk 250.000 kr. í styrk
24. júní, 2016
Umhverfisstyrkir úr Samfélagssjóði Landsbankans voru afhentir í vikunni, 21. júní sl. Skógræktarfélag Vestmannaeyja fékk 250.000 kr. í styrk til viðhalds á stígum í Hraunskógi í Vestmannaeyjum. Hraunskógur er landgræðsluskógur og er aðgengi að honum lykilatriði til þess að hægt sé að sinna trjágróðri á svæðinu og almenningur geti notið skógarins. Stígarnir eru slitnir og viðhald á þeim tímabært. Nánari upplýsingar má finna á vef Landsbankans.