Skólahald í Grunnskóla Vestmannaeyja verður með eðlilegum hætti í dag enda öskufall í lágmarki. Útivera nemenda verður þó takmörkuð eftir föngum eins og sagt er í tilkynningu á heimasíðu Grunnskólans. Þar minnir skólastjóri á að það sé foreldranna að meta hvort þau treysti börnunum til að koma í skólann þegar um er að ræða t.d. viðkvæm öndunarfæri.