Grunnskóli Vestmannaeyja verður settur 22. ágúst en skólasetning í 1. bekk verður þriðjudaginn 23. ágúst. �?að munu um 520 nemendur hefja nám við skólann auk þess bætast við um 50 nemendur í fimmára deild sem var nýverið sameinuð skólanum. Sigurlás �?orleifsson skólastjóri og Ingibjörg Jónsdóttir aðstoðarskólastjóri eru í óða önn að undirbúa haustið en gáfu sér tíma til að svara nokkrum spurningum blaðamanns.
�??Einhverjar breytingar eru á starfsliði skólans eins og venjulega og þá sérstaklega í íþróttakennslunni þar sem þrír kennarar af fimm eru að fara í leyfi. Einnig eru aðrir kennarar að fara í leyfi. Síðan eru alltaf einhverjar hreyfingar í öðrum starfshópum en þó ekki miklar, �?? sagði Sigurlás þegar hann var spurður um starfsmannabreytingar. Ingibjörg bætti við að hvað skipulag varðar þá er það helst að fimm ára deildin er komin undir stjórn GRV. �??Styrkir það enn frekar samstarf og samfellu í námi nemenda.�?? Bæði voru þau sammála um að síðasta skólaár hafi gengið vel enda traustur og öflugur starfsmannahópur sem kemur að þeirri vinnu sem þarf að inna af hendi. �??Við erum vel mönnuð, mikill metnaður hjá starfsfólki til að gera góðan skóla enn betri,�?? sagði Ingibjörg. �??Okkur hefur síðustu ár tekist að halda vel í okkar starfsfólk þannig að við búum að reynslumiklum hópi. �?ó er hægt að tala um að allra síðustu ár hafi verið meiri hreyfing en áður sem við teljum líka jákvætt, það er alltaf gaman og gott að fá inn nýtt fólk í skólann,�?? sagði Sigurlás.
En hverjar eru áherslur næsta skólaárs?
�??Við erum alltaf að reyna að þróa skólastarfið til að nemendum okkar líði sem best í skólanum. �?að er vænlegra til árangurs. Áherslan næsta skólaár verður áfram á lestur eins og undanfarin ár. Einnig er stærðfræðin ofarlega í hugum okkar og við ætlum að reyna að þróa okkur áfram í þeim efnum. Tæknimálin verða líka ofarlega í okkar huga og erum við að reyna að tengja þau við sem flestar námsgreinar til að auka við fjölbreytnina. Mér finnst við vera á réttri leið þar og vonandi bætum við okkur í vetur. Við leggjum einnig ríka áherslu á öflugt samstarf heimila og skóla, því það er lykillinn að góðum árangri og vellíðan nemenda að nemendur finni fyrir því að heimili og skóli vinni saman,�?? sagði Sigurlás.
Hver eru markmiðin næsta skólaár?
�??Markmiðin hljóta alltaf að vera að bæta okkur á sem flestum sviðum, að gera skólann okkar betri þannig að starfsfólk og nemendum líði betur og finni sig vel í því sem fram fer í skólanum. �?að skilar okkur betri árangri og þannig getum við öll verið stolt af því að tilheyra Grunnskóla Vestmannaeyja. Til að þetta gangi eftir þurfa allir að hjálpast að, foreldrar, nemendur og starfsfólk. Stærsta breytingin fyrir næsta skólaár er fimmára deildin sem verður hluti af Grunnskólanum og það er að sjálfsögðu spennandi verkefni og ætti að auka og auðvelda samstarfið þar sem starfsemi deildarinnar fer fram innan veggja skólans. Sem sagt spennandi skólaár framundan og við væntum þess að vel takist til og þá í góðu samstarfi við alla aðila,�?? sögðu Sigurlás og Ingibjörg að lokum og vildu einnig benda á að nánari upplýsingar er hægt að fá á grv.is.