Skora á sjávarútvegsráðherra að bæta við 20 til 30 þúsund tonnum af þorski
17. apríl, 2007

Nú er svo komið að hróp Hafrannsóknarstofnunar um lélegan þorskstofn og minnkandi kvóta drukkna í endalausum fréttum af mokveiði á þorski allt í kring um landið, met eru slegin aftur og aftur bæði varðandi afla á dag og afla yfir árið, margir smábátar eru að landa 1.000 til 1.500 tonnum yfir árið og slíkt hefur aldrei gerst áður í íslandssögunni. Veiðin er slík nú á vetrarvertíð við suðurströndina að dagsafli smábáta miðast oftast við hvað þeir geta borið en ekki hvernig veiðist, oft eru bátar með fullfermi þótt aðeins sé hluti línunnar lagður í sjó. Menn tala sífellt um að það þurfi að byggja upp þorskstofninn og komast upp úr �?þessari lægð�?, staðreyndin er hins vegar sú að búið er að byggja upp stofninn og í dag höfum við gríðarstóran þorskstofn á íslandsmiðum. Svo virðist sem Hafrannsóknarstofnun hafi misst allt jarðsamband og lifi í lokuðum heimi skrifræðis og vitlausra tölfulíkana varðandi þorskstofninn. Við skorum á hæstvirtan sjávarútvegsráðherra að bæta nú þegar 20 til 30 þúsund tonnum við þorskkvóta yfirstandandi fiskveiðiárs og að kvóti næsta fiskveiðiárs verði ekki undir 280.000 tonnum. Jafnframt viljum við benda á að löngustofninn hefur vaxið ótrúlega mikið á síðustu árum án þess að Hafrannsóknarstofnun hafi orðið þess vör, við teljum eðlilegt að bætt verði við löngukvóta þessa fiskveiðiárs og að löngukvóti næsta fiskveiðiárs verði aukinn verulega.�?

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst