Eins og flestum ætti að vera kunnugt um, spilar kvennalið ÍBV til úrslita í Eimskipsbikarnum í Laugardalshöll á laugardaginn. ÍBV-íþróttafélag býður upp á hópferð á leikinn á ótrúlegu verði, aðeins 3.000 krónur fyrir far fram og til baka með Herjólfi, rútu til og frá Þorlákshöfn og miða á leikinn. Þá er frítt fyrir 13 ára og yngri. Skráningu í hópferðina lýkur hins vegar á morgun, fimmtudag klukkan 17:00.