Eftir að í ljós kom að Herjólfur þyrfti að fara í viðgerð, var Breiðafjarðarferjan Baldur fengin til að leysa Herjólf af hólmi, við litla hrifningu fyrir vestan. Siglingar Baldurs í Landeyjahöfn hafa gengið mjög vel, en aðeins hafa fallið út fjórar ferðir, síðan skipið hóf siglingar mánudaginn 26. nóvember.