Á fundi bæjarráðs var m.a. tekin fyrir staða Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja. Gunnar Gunnarsson, forstjóri stofnunarinnar og Eydís Ósk Sigurðardóttir, hjúkrunarforstjóri komu á fundinn og kynntu bæjarráði stöðun. Í máli þeirra kom m.a. fram að niðurskurður á rekstrarfé stofnunarinnar hafi skert þjónustustig stofnunarinnar, sérstaklega hvað varðar skurðdeildina. Gert er ráð fyrir því að skurðstofunni verði lokað í sex vikur í sumar og öðrum niðurskurðaraðgerðum beitt enda liggur fyrir aukinn niðurskurður. Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af grunnþjónustu stofnunarinnar.