Rétt í þessu var úrslitaleikur Borgunarbikarsins að klárast þar sem Eyjamenn skoruðu ekkert mark gegn tveimur mörkum Valsmanna.
Valsmenn skoruð strax á níundu mínútu og svo aftur á þeirri tuttugustu. Eyjamenn mættu einfaldlega aldrei til leiks í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur spilaðist heldur betur af hálfu Eyjamanna. En þrátt fyrir að hafa boltann meirihlutan af síðari hálfleik náðu Eyjamenn aldrei að skapa sér færi og áttu varla skot á markið. Silfurverðlaun eru því hlutskipti Eyjamanna sem er svo sannarlega frábær árangur.
í stúkunni voru Eyjamenn þó ótvíræðir sigurvegarar með Stalla-hú í fararbroddi.