Töluverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Þó má segja að Goslokahelgin hafi farið vel fram og þá sérstaklega aðfaranótt sunnudagsins er engin alvarleg mál komu upp þá nótt þrátt fyrir að í Eyjum hafi verið mikill fjöldi fólks að skemmta sér. Aðfaranótt mánudagsins í síðustu viku var lögreglunni tilkynnt um alvarlega líkamsárás á veitingastaðnum Lundanum. Þar skarst maður illa í andliti eftir að hafa verið sleginn með flösku. Hann var fluttu á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans. Vitað er hver er gerandi í þessu máli og er málið í rannsókn.