Slasaðist þegar bíll hafnaði í �?lfusá
31. janúar, 2007

Slysið átti sér stað á Árvegi, nærri leikhúsinu við Sigtún. Mikil hálka var á veginum og er talið að bíllinn hafi runnið til og fram af árbakkanum. Bílinn maraði í hálfu kafi í stutta stund en stöðvaðist á grjóti í botni árinnar.

Aðeins um stundarfjórðungi eftir slysið voru björgunarsveitamenn frá Björgunarfélagi Árborgar komnir á gúmmíbát á vettvang. �?eir náðu manninum í gegnum bílrúðu um borð í gúmmíbátinn. Gríðarlegur straumur var í ánni sem gerði björgunarsveitarmönnum erfitt fyrir.

Siglt var með manninn um hálfan kílómetra niður ánna, að Selfosskirkju þar sem honum var komið á þurrt land og upp í sjúkrabifreið.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst