Herjólfi sló næstum flötum við hafnarmynnið í Landeyjahöfn þegar skipið kom þangað um klukkan 11.00 í morgun. Allt fór þó vel en ekki voru farnar fleiri ferðir í Landeyjahöfn í dag. Síðdegisferðin var farin í Þorlákshöfn og einnig verður siglt þangað á morgun meðan málið er rannsakað.