Smiðjudagar í Grunnskóla Vestmannaeyja
11. febrúar, 2016

Nú eru smiðjudagar í fullum gangi á unglingastigi GRV og mikið um að vera í skólanum. Nemendur í Lista- og Hönnunarsmiðju sjá um að fegra skólann. Nemendur í Góðverka- og samfélagssmiðju eru búnir að fara vítt og breitt um bæinn að gera góðverk. �?eir fóru inn á Hraunbúðir að aðstoða við umönnun eldri borgara. Einnig fóru nemendur inn á Kirkjugerði, Sóla og Víkina og léku við leikskólabörnin og lásu fyrir þau. Nemendur aðstoðuðu á Gistiheimilinu Hamri og buðust m.a. til að skafa bílrúður hjá fólki. �?eir röðuðu í poka í Bónus og hjálpuðu fólki að bera pokana út í bíl ásamt því að hlusta á yngstu kynslóðina syngja á öskudaginn. Geir Jón �?órisson kom og sagði frá starfsemi Rauða krossins og einnig fór hann aðeins inn á fyrstu hjálp á slysstað. Matreiðslusmiðjan hefur fengið til sín tvo eðal matreiðslumenn þá Grím kokk sem kenndi nemendum að elda ýmsa fiskrétti frá grunni og Einsa Kalda sem kenndi nemendum að baka ýmiskonar súkkulaðikökur og útbúa ís. �?tvarpssmiðjan sér um að halda uppi fjörinu á fm 104,7 og hópur af nemendum er í FabLab. �?tipúkinn er nafn á einni smiðju þar sem nemendur hafa t.d. farið í klifurvegginn hjá Björgunarfélaginu, farið í ratleiki um bæinn o.fl. Ein smiðjan vinnur að gerð Árbókar sem nemendur í 10. bekk fá við útskrift í vor. En stærsta smiðjan er svo Árshátíðarsmiðjan sem sér um undirbúning árshátíðarinnar sem verður í kvöld í Höllinni, þar mun Einsi Kaldi sjá um matinn, nemendur sjá um skemmtiatriði og svo mun Friðrik Dór sjá um ballið.

Nemendur og starfsfólk GRV vill þakka öllum þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem hafa styrkt þau, með því að gefa vinnu sína og vinninga. �?að er mikils metið að samfélagið sé til að taka þátt í þessu.

GRV þakkar eftirfarandi fyrirtækjum kærlega fyrir þeirra stuðning.

· Grímur kokkur

· Einsi Kaldi

· 900 Grillshús

· Landsbankinn

· Dízo

· Tvisturinn

· Póley

· Skýlið

· Bk gler

· Geisli

· Eymundsson

· Húsasmiðjan

· Axel �?

· Heildverslun Karls Kristmanns

· Kráin

· Hressó

· Joy

· Miðstöðin

· Klettur

· Subway


Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst