�?að eru aðeins sextán dagar í stærstu helgi ársins í Vestmannaeyjum, �?jóðhátíð 2016. Mikil umræða hefur skapast í kringum hátíðina eins og gerist á hverju ári og fólk er byrjað að undirbúa sig og læra þjóðhátíðarlagið sem hefur fengið frábærar móttökur.
Hörður Orri Grettisson sem á sæti í þjóðhátíðanefnd sagði í samtali við Eyjafréttir að undirbúningur gengi vel. Aðspurður um miðasölu og hvort ævintýri íslenska landsliðsins, aðrir tónleikar og viðburðir séu að hafa áhrif þar á sagði Hörður: �??Miðasalan gengur mjög vel og allir aðrir viðburðir sem hafa verið í gangi hjá
Íslendingum virðast ekki hafa áhrif á �?jóðhátíð. Uppselt er til Eyja á föstudegi með Herjólfi og lítið er eftir af miðum með Herjólfi til Eyja á sunnudeginum en ennþá eru til miðar með Viking Tours til Eyja á föstudeg- inum.�??
Hörður Orri er virkilega ánægður með þjóðhátíðarlagið, Ástin á sér stað með Hjómsveitinni Albatros og það eru Sverrir Bergmann og Friðrik Dór sem syngja. Segir Hörður að langt sé síðan undirtektir hafa verið svona góðar hjá fólki. Undirbúningur gengur yfir höfuð mjög vel að mati Harðar Orra.
�??�?að eru ekki miklar áherslubreyt- ingar í skipulagi þjóðhátíðar, en fyrir hverja einustu hátíð er farið yfir það sem betur má fara og unnið er eftir ábendingum og öðru hvað varðar til
dæmis gæslu, myndavélar og fleira�??. Heimasíða þjóðhátíðar, dalurinn.is hefur að geyma ýmsar upplýsingar og þar á meðal þessar,
�?� Á vegum þjóðhátíðarnefndar eru um 100 gæslumenn að störfum þegar álagið er mest.
�?� Í þeim hópi eru 3 bráðatæknar og 3 neyðarflutningamenn sem hafa til umráða 2 fullbúna sjúkrabíla.
�?� Sjúkraflutningamaður er alltaf reiðubúinn á sérútbúnu sexhjóli með börum.
�?� Í gæsluliði þjóðhátíðarnefndar undanfarin ár hafa verið um 14 lögreglumenn og 2 hjúkrunar- fræðingar.
�?� Læknir er á vöktum allar nætur í Herjólfsdal.
�?� Sjúkraskýli, þar sem læknis- þjónusta er veitt, stendur 233 metra
frá Brekkusviðinu.
�?� Yfirmaður sálgæslu á þjóðhátíð er
doktor í sálfræði.
�?� Í Herjólfsdal eru rúmlega 10
eftirlitsmyndavélar sem vakta svæðið 24 tíma á sólarhring og geyma upptökur.
Á samfélagsmiðlunum hefur umræða átt sér stað um stöðu kvenna sem koma fram á hátíðinni og við því sagði Hörður: �??�?etta er umræða sem kemur upp fyrir hverja hátíð og er afar sérstök. Við setjumst alls ekki niður og sniðgöngum einhverja, hvorki konur né karla. Við reynum að velja það sem er vinsælast á hverju ári og skiptir þá engu hvort um sé að ræða karla eða konur,�?? sagði Hörður Orri að lokum.