Guðmundur Þ. B. Ólafsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar segir að snjómokstur í Vestmannaeyjum fari eftir ákveðni skipulagi sem hægt er að kynna sér á vef Vestmannaeyjabæjar, www.vestmannaeyjar.is. Níu snjómoksturstæki eru í gangi og er unnið stanslaust að því að hreinsa götur bæjarins en færð er mjög þung í Eyjum eins og er, þótt veður sé gott.