Snjóruðningstæki þurftu frá að hverfa
25. febrúar, 2010
Enn er ekkert ferðaveður í Vestmannaeyjum en mikið óveður hefur gengið yfir Heimaey síðan í nótt, kafhríð og stöðug ofankoma. Mannhæða háir snjóskaflar eru nú á götum bæjarins en illa hefur gengið að ryðja götur þar sem fennt hefur ofan í ruðninginn jafn óðum. Snjóruðningi var hætt um tíma í morgun þar sem ekki sást handa skil en áætlað er að hefja störf aftur eftir hádegi. Fólki er bent á að halda sig innandyra og fara ekki út nema í algjörum neyðartilvikum.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst