Hæstiréttur staðfesti á dögunum sýknudóm yfir Snorra �?skarssyni í Betel eftir að Akureyrarbær höfðaði mál á hendur Snorra. Snorri starfaði sem grunnskólakennari í Brekkuskóla á Akureyri þegar honum var vikið frá störfum vegna ummæla um samkynhneigð á bloggsíðu sinni. Akureyrarbær fór fram á að úrskurður innanríkisráðuneytisins, um að uppsögn Snorra hafi verið ólögmætt, yrði felld úr gildi. Snorri segir í viðtali í Bítinnu á Bylgjunni í morgun líða mjög vel, enda þurfi saklausum manni ekki að líða illa. Hann segist jafnfram ekki sjá eftir sínum orðum, enda séu þetta kenningar Biblíunnar um þennan málaflokk. Aðspurður um það hvort hann muni sækja sér bætur til Akureyrarbæjar vegna ólögmætrar uppsagnar segist hann fyrst ætla að gefa þeim færi á að hafa frumkvæðið í að greiða honum bætur en annars muni hann fara í bótamál. Hann segir þetta ráðast á næstu dögum.