Fyrir skömmu héldu nokkrir drengir frá Stokkseyri og Eyrarbakka söfnunartónleika á 800 BAR á Selfossi og rann ágóðinn til húsráðenda í Holti í fyrrum Stokkseyrarhreppi.
Alls söfnuðust 240.000 kr. og gáfu strákarnir þeim gjöfina í 500 króna seðlum sem þeir settu í dráttarvélakerru í blómaskreytingu.
„Það kviknaði í húsinu að Holti og við vildum sýna vini okkar og fjölskyldu hans stuðning í verki,“ segir Víðir Björnsson, einn skipuleggjenda söfnunartónleikanna.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst