Sóley Guðmundsdóttir, fyrirliði kvennaliðs ÍBV, var bjartsýn fyrir sumrinu þegar Eyjafréttir slógu á þráðinn til hennar við gerð blaðsins. Kvaðst hún þreytt á því að vera í miðjumoði í deildinni og vonast eftir að veita efstu liðunum aukna samkeppni í ár og jafnvel koma með einn bikar til Eyja.
Hvernig líst þér á komandi tímabil? �??Mér líst mjög vel á það, við erum búnar að nýta veturinn mjög vel til að þróa okkar leik og koma okkur í topp stand. �?g býst einnig við því að deildin í ár verði enn þá jafnari en í fyrra og að margir leikmenn muni vekja athygli fyrir góða spilamennsku. Svo kemur EM inn í þetta sem mun auka áhuga á kvennaknattspyrnunni þannig að ég held að þetta verði bara fáránlega skemmtilegt sumar,�?? segir Sóley.
Hver eru markmið ykkar? �??Við erum orðnar vel þreyttar á því að enda í fimmta sæti og ætlum að rífa okkur upp úr því. �?að er ekkert leyndarmál að við viljum bikar, það er allt of langt síðan að það kom alvöru titill til Eyja. Annars ætlum við auðvitað að fara inn í hvern leik með það að markmiði að vinna hann, hugsa vel um okkur í allt sumar og vera besta útgáfan af sjálfum okkur á hverjum einasta degi, því þannig náum við árangri,�?? segir Sóley.
�?að hafa verið miklar breytingar á leikmannahópnum fyrir leiktíðina, hvernig hefur leikmönnum gengið að ná saman? �??Já, það voru margar sem fóru frá okkur og margar nýjar sem komu inn. �?að var mikill stígandi í okkar leik í vetur, við náðum betur saman með hverjum leik og fórum að læra inn á hverja aðra. �?að tekur alltaf sinn tíma að slípa saman hóp þegar það eru svona miklar breytingar í einu en þetta er bara eitt af þeim verkefnum sem við erum búnar að vinna í í vetur og hefur held ég tekist nokkuð vel. �?að er að sjálfsögðu alltaf hægt að bæta andann í hópnum og við munum halda áfram að vinna í hópnum í sumar og láta alla líða eins vel og hægt er, sama hvort sem það eru nýir leikmenn eða stelpur sem hafa búið í Eyjum allt sitt líf,�?? segir Sóley að lokum.