Stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna leika í úrslitum Borg- unarbikarsins á morgun þegar liðið mætir Breiðabliki á Laugardalsvelli klukkan 19:15. �?etta gæti orðið spennandi leikur og skiptir miklu að Eyjamenn fjo�?lmenni á leikinn og styðji sínar konur.
Eyjafréttir spjo�?lluðu við Sóleyju Guðmundsdóttur, fyrirliða sem er spennt fyrir leiknum.
Hvernig er tilfinningin fyrir þínum fyrsta bikarúrslitaleik í meistaraflokki? – Hún er frábær, þetta er leikurinn sem alla dreymir um að spila og það er ólýsanlegt að hafa loksins náð þessu markmiði. Er mikil ábyrgð að vera fyrirliði í liði eins og þessu? – �?að er alltaf ábyrgð að vera fyrirliði og maður er alltaf að læra eitthvað nýtt en þetta er líka mjo�?g gaman, sérstaklega þegar maður er með svona frábæra liðsfélaga.
Nú koma leikmenn liðsins frá lo�?ndum víðsvegar að úr heim- inum, ná stelpurnar vel saman þrátt fyrir það? – Já, við náum allar ótrúlega vel saman. Við íslensku stelpurnar reynum að passa okkur á að tala eins mikla ensku og við getum og ég held að það hafi tekist nokkuð vel í sumar. Svo erum við mjo�?g heppnar með útlendinga, þær eru allar mjo�?g opnar og hressar og eiga mjo�?g auðvelt með að aðlagast lífinu í Eyjum.
Tvær af ykkar stelpum eru farnar til Bandaríkjanna, o�?nnur í nám og hin í skiptinám, á það eftir að trufla ykkur? – Sabrína og Díana Helga eru báðar frábærir leikmenn og mjo�?g góðar í þessum hóp. Við eigum eftir að sakna þeirra gríðarlega og það er leiðinlegt að þær geta ekki upplifað þennan stóra leik með okkur en eins og alltaf þá kemur maður í manns stað. Við munum ekki láta þetta hafa áhrif á leikinn á fo�?studaginn.
Nú eruð þið komnar með nýja leikmenn, koma þeir til með að styrkja hópinn? – Við ho�?fum ekki enn fengið að sjá þær spila en af síðustu æfingu að dæma þá lofa þær góðu og eiga klárlega eftir að auka samkeppnina og breiddina í ópnum.
�?ið hafið bæði unnið Blika og tapað fyrir þeim á tímabilinu, verður þetta jafn leikur? – Ég held að þetta verði frekar jafn leikur. Bæði lið ætla sér auðvitað að vinna og það verða o�?rugglega ekki teknir miklir sénsar. �?að mæta tvo�? lið á Laugardalsvo�?ll sem ætla ekki að gefa neitt eftir og þetta verður barátta fram á síðustu mínútu.
Hvað skiptir mestu máli þegar það er komið að svona leik? – Að vera yfirvegaðar og spila okkar fótbolta. �?ó að þetta sé bikarúrslita- leikur þá er þetta bara fótbolti og við megum ekki ofhugsa leikinn heldur bara hafa gaman að þessu og gefa allt sem við eigum í þetta.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst