Á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku var samþykkt tillaga um álagningu tekjustofna og gjaldskrá fyrir árið 2013. Ein breyting á gjaldskrá vekur nokkra athygli en það er á sorpgjöldum. Þannig hækkar sorpeyðingargjald á hverja íbúð úr 15.238 kr. í 19.454 kr. eða um 21,7%. Á sama tíma lækka hins vegar sorphirðu- og tunnuleigugjald úr 16.296 í 13.597 kr. eða um 16,6%. Samtals hækka sorpgjöld því um 1.517 kr eða 4,6%.