Rimakotsspennirinn á Landeyjasandi er aftur kominn í rekstur, en hann er þó keyrður í algjöru lágmarki og óvissa er með hvernig framhaldið með hann verður næstu daga. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti er aflið, sem fæst með spenninum og dísilrafstöðvunum sem keyrðar eru í Vestmannaeyjum núna, lítillega meira en var í dag. �?að mun því örlítið draga úr skerðingu á afhendingu rafmangs í Vestmannaeyjum, þó skerðingin verði áfram til staðar.