Sr. Sigfinnur �?orleifsson, fyrrum sjúkrahúsprestur, mun leysa af í Landakirkju næstu 10 daga en sr. Guðmundur �?rn er í sumarfríi og sr. Viðar verður erlendis. Sr. Sigfinnur verður til staðar á auglýstum viðtalstímum og verður tengdur við vaktsíma Landakirkju en Viðar kemur aftur til starfa 20 júlí.
�?á mun sr. Sigfinnur einnig leiða guðsþjónustu komandi sunnudags þar sem þátttakendur á norrænu móti KFUM&K munu taka virkan þátt.
Prestar Landakirkju vilja koma á framfæri kærum þökkum til sr. Sigfinns fyrir að hlaupa í skarðið.