Það verður stórsveitin SSSÓL sem mun halda uppi fjörinu á laugardagskvöld í Höllinni, öll leyfi eru komin í hús þannig að að Hallarmönnum er ekkert að vanbúnaði að skipuleggja stærðasta ball ársins. Heyrst hefur að Helgi Björns muni fara í humarveislu hjá Stjána á Emmunni og komi sér þannig í gírinn. Einnig er upp orðrómur um að Svenni Matt. sé búin að endurnýja linsunar og muni því í fyrsta skipti í langan tíma sjá bandið sem er að spila.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst