Sóknarmaðurinn Benjani Mwaruwari, fyrrum leikmaður Manchester City og Portsmouth er á leið til ÍBV til reynslu. Þetta staðfesti Hannes Gústafsson, varaformaður knattspyrnuráðs í samtali við Eyjafréttir.is en Eyjar.net greindu fyrst frá því að leikmaðurinn væri á leið til ÍBV í dag. Benjani mun leika með ÍBV gegn Víkingi Ólafsvík næstkomandi föstudag og hugsanlega gegn ÍA laugardaginn 26. janúar.