jóst er að stærðin skiptir máli þegar velja á skip sem hentar til siglinga í Landeyjahöfn. En stærðin segir ekki allt því miklu minni tíma tekur að losa og ferma ferjur sem hannaðar eru í dag. Afkastageta ferju, sem flytur jafnmarga bíla og farþega og Herjólfur, yrði því mun meiri sem kemur sér vel á álagstímum. Meira þarf þó til að Landeyjahöfn verði heilsárshöfn. Það verður hún ekki nema tryggt verði nægilegt dýpi og þarf meira til en dæluskip til að svo geti orðið.