Tveir menn voru handteknir í Vestmannaeyjum grunaðir um að hafa ætlað að selja mikið af fíkniefnum á �?jóðhátíð. Mörg hundruð grömm af fíkniefnum fundust í bænum. Lögreglan í Vestmannaeyjum segir að þetta sé stærsta fíkniefnamál sem komið hefur á borð lögreglu í sögu �?jóðhátíðar.
Hundrað grömm af kókaíni, hundrað grömm af amfetamíni og 180 e-töflur fundust í bænum og telur lögreglan að ætlunin hafi verið að selja efnin á hátíðinni. Söluandvirði efnanna er metið á 3 milljónir. En
ruv.is greindi frá.
�?á voru 4 líkamsárásir, þar af eitt heimilisofbeldismál, tilkynnt á hátíðinni.
Samráðsfundur lögreglu, heilsugæslu, sálgæsluliðum, barnaverndaryfirvöldum, þjóðhátíðarnefnd og gæslunni verður klukkan 13 í dag. �?á fær lögreglan frekari upplýsingar um mál sem kynnu að hafa komið upp á hátíðinni en ekki komið inn á borð lögreglu.