„Þær framkvæmdir sem við nú erum í eru náttúrulega risavaxnar. Sennilega eru þetta stærstu umhverfisúrbætur sem við höfum ráðist í á seinustu árum. Kostnaðurinn við framkvæmdina er um 235 milljónir og deilist á tvö ár. Það er til marks um rekstrarlegan styrk Vestmannaeyjabæjar að geta ráðist í framkvæmdir sem þessar án þess að draga úr öðrum verklegum framkvæmdum eða þjónustu.“
Þetta sagði Elliði Vignisson um fráveitulögnina sem lögð verður 250 m út frá Eiðinu, og á 11 m dýpi.