Konur sem ekki liggja sængurlegu inni á sjúkrahúsi, eiga þann kost að fara heim innan ákveðins tíma frá fæðingu og fá þá þjónustu ljósmæðra heim í áframhaldandi sængurlegu.
�?egar kona þiggur þá þjónustu og fer í áframhaldandi sængurlegu heima er hún heilsufarsflokkuð eftir heilsu sinni og heilsu barns.
Ljósmóðir kemur svo klukkutíma í senn á hverjum degi og fer dagafjöldinn eftir því hvernig konan var heilsufarsflokkuð.
Hraust fjölbyrja á rétt á 5 skiptum í heimaþjónustu og hraust frumbyrja á rétt á 6 skiptum. Séu einhver heilsufarsleg vandamál hjá konu eða barni, sem og brjóstagjafavandamál eru þær flokkaðar þannig að ljósmóðir getur farið til þeirra í 7 skipti.
Í heimsóknunum fylgist ljósmóðirin með líðan móður og barns, aðstoðar og fræðir foreldra með brjóstagjöf og fræðir foreldra um þyngdaraukningu og útskilnaði barns. Hún sýnir foreldrum böðun barns og ráðleggur um hreinlæti og umönnun þess. Á þriðja sólahring barns er það vigtað og PKU blóðprufa tekin úr hæl (nýburaskimun). Í síðustu heimsókninni fá foreldrar útskriftarfræðslu áður en ungbarnaverndin tekur við.
�?essi þjónusta sem sumar ljósmæður bjóða upp á er hins vegar ekki á vegum spítalanna, heldur starfa heimaþjónustuljósmæður sem verktakar fyrir sjúkratryggingar Íslands.
�?að er alfarið val ljósmæðra að taka á sig vinnu sem heimaþjónustuljósmóðir og eru því ekki allar ljósmæður sem starfa sem slíkar.
Oft eru ljósmæður í fastri vinnu inni á sjúkrahúsi og taka svo heimaþjónustuna sem auka vinnu. Er því mjög misjafnt hvort og hvert ljósmæður geta farið í heimaþjónustu. Sé vaktarbyrðin mikil á ljósmóður innan sjúkrahússins er ekki eins líklegt að hún geti tekið að sér heimaþjónustu. Sé hins vegar vaktarbyrðin minni eina vikuna er líklegra að hún geti tekið að sér heimaþjónustu.
f.h. Heilbrigðisstofnunar Suðurlands HSU
Hugborg Kjartansdóttir
Ljósmóðir á fæðingardeild HSU og heimaþjónustuljósmóðir