Eftir rólegt sumar er starfið í Landakirkju að vakna af dvalanum. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað á sunnudagsmorgun, þann 11. september kl. 11.00 og messa með fermingarbörnum og foreldrum í kjölfarið kl. 14:00. Sr. Guðmundur �?rn fer fyrir báðum dagskrárliðunum ásamt Gísla í sunnudagaskólanum og Kitty og Kór Landakirkju í messunni.
�?sLand, �?skulýðsfélag Landakirkju og KFUM og K í Vestmannaeyjum heldur svo sinn fyrsta fund kl. 20:00 um kvöldið en hún er í höndum Gísla æskulýðsfulltrúa líkt og endranær.
Barnastarfið fer af stað í vikunni en STÁ (6-8 ára) og NTT (9-10 ára) fara af stað á þriðjudögum í vetur. STÁ kl. 14:30 og NTT í kjölfarið kl. 15:30.
Kirkjustarf fatlaðra hefur svo göngu sína á mánudag, 12. september en þar verður mikið stuð líkt og alltaf.
Foreldramorgnar milli 10 og 12 á fimmtudögum.
Foreldramorgnar fara í gang kl. 10 á fimmtudagsmorgun, 8. september og langar okkur að bjóða öllum áhugasömum foreldrum að koma til okkar þá, ræða um tengd mál og þyggja léttar veitingar.
Vinir í bata �?? 12 spora starf í Landakirkju
Næstu þrjá mánudaga verða opnir kynningarfundir hjá Vinum í bata og hefjast þeir kl. 18:30. Að þeim loknum verða lokaðir fundir með byrjendahóp á þessum tíma. Góð leið til að takast á við tilfinningar af einlægni. Hentar vel til einfaldrar tiltektar í lífi og starfi og allt upp í það að takast á við þung áföll. Fyllsta trúnaðar er gætt. Allir eru velkomnir.
Framhaldshópur starfsins er svo á hefðbundum tíma kl. 20:00 á mánudagskvöldum.
Kór Landakirkju leitar að fleiri meðlimum.
�?fingar kórsins eru á fimmtudagskvöldum og hefast kl. 20:00 en stjórnandi Kórsins er hin hæfileikaríka Kitty Kóvacs. Kórinn fer á næstu vikum að hugsa að jólatónleikum sínum sem haldnir eru um miðjan desembermánuð í bland við hefðbundinn athafnaundirbúning. Kórinn leitar nú að fleiri söngfuglum til þess að taka þátt í starfi kórsins. �?essa stundina vantar karlsöngvara og þá sérstaklega í bassa deildina. En þó þú lesandi góður fallir ekki í þá deild ertu samt sem áður marg velkomin að koma og taka þátt. Enginn verður svikinn af því að starfa í Kór Landakirkju.
Annað spennandi
Í Landakirkju starfa svo mörg góð og öflug félög sem stutt hafa við kirkjuna í fjölda mörg ár. Aglow-konur funda fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði þar sem fluttir eru er fyrirlestrar um andleg málefni, sungið er og beðið og boðið er upp á léttar veitingar.
Kvenfélag Landakirkju er gríðarlega metanðarfullt félag sem starfað hefur í og stutt við Landakirkju í rúm 70 ár. �?eigingjarnt starf þeirra hefur skilað söfnuði Landakirkju miklu í gegnum árin og er það ómetanlegt. Samverur Kvenfélagsins eru í safnaðarheimilinu á þriðjudagskvöldum kl. 20:00 og eru allar konur boðnar velkomnar.
Gídeón félagið í Vestmannaeyjum er svo starf fyrir karla á öllum aldri sem hefur það að markmiði að breiða út Guðs orð. Félagar í Gídeón hittast annan þriðjudag í mánuði í fundarherbergi Landakirkju kl. 20:00. Allir karlar velkomnir.