Fyrir bæjarráði í gær lágu drög að lögfræðilegri álitsgerð varðandi möguleika Vestmannaeyjabæjar á því að taka yfir rekstur Herjólfs. �?ar kemur fram sú afstaða Vestmannaeyjabæjar að flutningsþörf hafi á seinustu árum ekki verið fullnægt sem skyldi og því væru uppi ríkar kröfur í samfélaginu um fjölgun ferða Herjólfs milli lands og Eyja, og almennt aukna þjónustu.
Bent er á að bæjaryfirvöld hafi máli sínu til stuðnings vísað til þess að fyrr á þessu ári hafi t.a.m. komið upp tilvik þar sem biðlisti til að komast með bifreiðar til og frá Vestmannaeyjum hafi numið allt að fimm dögum, hráefni hafi skemmst þar sem það komst ekki á milli lands og Eyja, stórir ferðahópar hafi neyðst til að afpanta bókanir hjá ferðaþjónustufyrirtækjum vegna takmarkaðs framboðs ferða og heimafólk upplifi að á tímum sé nánast vonlaust að ætla að ferðast heiman og heim.
Í fundargerð segir að með vísan til þessa hafi bæjaryfirvöld lýst eindregnum áhuga á því að taka yfir rekstur Herjólfs með það að markmiði að hann verði rekinn með heildarhagsmuni Vestmannaeyja í huga en ekki eingöngu hámarks nýtingu í hverri ferð og arðsemi.
�??Í álitsgerðinni er lögfræðilegt umhverfi og álitaefni þar að lútandi rædd og reifuð. Bæði er fjallað um möguleika Vestmannaeyjabæjar til að taka að sér reksturinn sem og möguleika ríkisins til að færa reksturinn yfir til bæjarins án útboðs. Niðurstaða álitsgerðarinnar eru sú að �??engar sýnilegar eða augljósar hindranir standi í vegi fyrir því að ríkið semji við Vestmannaeyjabæ um rekstur ferju,�?? segir í fundargerð.
Bæjarráð þakkaði drögin og samþykkti þau fyrir sitt leyti. Bæjarráð lítur sem svo á að ekkert lögfræðilegt efni standi í vegi fyrir samkomulagi við ríkið hvað varðar yfirtöku á rekstri Herjólfs og ítrekar vilja sinn til að svo verði.
�??Á seinustu árum höfum við ítrekað orðið vör við hversu slæmt það er að hafa ekki bein áhrif á samgöngur á sjó við Vestmanneyjar og vera ekki við borðið þegar okkar stærsta hagsmunamál eru rædd,�?? sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri eftir fundinn.
�??�?að er okkar skoðun að innri gerð samfélagsins hér í Eyjum eigi að sem mestu leyti að vera á ábyrgð okkar heimamanna sjálfra. �?að er ekki sanngjarnt að krefja hlutafélag eða einkaðila um að þeir gæti heildarhagsmuna samfélagsins. Á þeim forsendum ætlum við að leggjast af fullum þunga á þær árar að yfirtaka rekstur Herjólfs með samkomulagi við ríkið og axla sjálf ábyrgð á þessu stærsta hagsmunamáli okkar. �?g vonast til að máið komist í formlegan feril núna í september og ljúki snemma árs 2018. Stefna okkar er að þegar ný ferja kemur verði hún alfarið rekin af okkur heimamönnum með heildarhagsmuni samfélagsins hér í Eyjum eina að leiðarljósi,�?? sagði Elliði.