Tjón á neysluvatnslögn var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í liðinni viku. Fram kemur í fundargerð að lögmenn Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna hf. séu að vinna að stefnu vegna tjóns sem varð á neðansjávarlögninni NSL-3 í nóvember 2023 þegar akkeri festist í og skemmdi lögnina. Verður útgerðarfélagi skipsins stefnt fyrir dóm auk tryggingafélaga. Stefnan er í vinnslu að sögn lögmanna.
Í tengslum við stefnugerð þá er enn beðið eftir greiðslu viðurkenndra tjónsbóta frá VÍS en væntingar eru um að þær berist mjög fljótlega sem hefur áhrif á kröfugerð málsins. Þá stendur einnig yfir mikilvæg gagnaöflun í gegnum opinbera aðila en hún mun nýtast í málatilbúnaði bæjarins og HS Veitna hf. Málið er yfirgripsmikið og flókið og því hefur undirbúningurinn tekið nokkurn tíma.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst