Axel Ingi Viðarsson, eigandi Selfossbíó stefnir að því að opna bíó í Vestmannaeyjum nú í haust. Bíósalurinn verður staðsettur í sýningarsal Kviku menningarhús, en bæjaráð Vestmannaeyja samþykkti þetta á fundi sínum síðastliðin þriðjudag og segist fagna aukinni fjölbreytni í menningu og afþreyingu eyjanna. Selfossbíó er eitt fullkomnasta kvikmyndahús landsins og sýnir allar nýjustu og vinsælustu myndirnar strax. Axel Ingi segist spenntur að koma með bíó til Eyja og vonist til þess að Eyjamenn mæti í bíó. ,, Bíóið verður með svipuðu sniði og á Selfossi, en þó bara með einum sal. Líklegast verða sýningar frá fimmtudegi til sunnudags og við ættum að geta verið með sjö til átta sýningar á viku. �?að á svo sem enþá eftir að negla þetta allt niður hjá okkur hvernig öllu verður háttað. �?g vona að Eyjamenn taki bara vel í þetta og verði duglegir að mæta í bíó�?� sagði Axel Ingi þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið.