Það stefnir í stórglæsilegt konukvöld í Höllinni næstkomandi laugardag en dagskrá kvöldsins verður í hæsta gæðaflokki. Meðal annars mun Helgi Björnsson troða upp, Valgerður Guðnadóttir, ein af okkar bestu söngkonum, strákarnir í Svörtum fötum koma fram auk þess sem Jónína Ben og Sölvi Tryggvason kynna nýju bókina, Jónínu Ben, sem vakið hefur mikla athygli undanfarið.