Eyjafréttir heyrðu hljóðið í Bergi Páli Kristinssyni, formanns Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðanda í Vestmannaeyjum og situr á ársþingi Farmanna- og fiskimannasambandsins þessa stundina. Ársþingið afþakkaði boð landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra í dag og Bergur Páll segir hljóðið afar þungt í gestum þingsins. „Aðgerðir ríkisstjórnarinnar um afnám sjómannaafsláttinn gera ekkert annað en að setja kjarasamninga sjómanna í uppnám. Mér sýnist að það stefni í verkfall þegar samningarnir renna út 1. janúar 2011.“