Stefnt að frekari uppsetningu ljósnets í haust
28. ágúst, 2014
Í lok janúar 2013 var greint frá því í Eyjafréttum að ljósnet verði komið um allan bæ fyrir mitt þetta ár, 2014. Fyrri áfanga lauk síðasta vetur og nær ljósnetið til þeirra sem eru innan við kílómetra frá Símstöðinni við Vestmannabraut. Áætlað er að framkvæmdir við síðari hluta ljósnetsvæðingar hefjist í haust en ekki liggur fyrir hvenær þeim lýkur. Með ljósnetinu ríflega fjórfaldast hraðinn á netinu til notanda og 25-faldast frá notanda. �?jónustan við sjónvarp Símans verður einnig betri, því viðskiptavinir geta verið með allt að fimm myndlykla, alla með möguleika á háskerpu.
Ein ástæðan fyrir seinkuninni er að eignarhald á grunnnetinu færðist frá Símanum yfir til Mílu og var þar verið að bregðast við kröfu Samkeppnisstofnunar. En nú horfir fram á bjartari tíð hjá þeim sem enn eru úti í kuldanum. Míla stefnir á að halda áfram frekari uppsetningu ljósveitu í Vestmannaeyjum í haust og verður hafist handa við hönnun kerfisins strax í september,�?? sagði Sigurrós Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Mílu í gær.
�??Ekki liggur þó fyrir nákvæmlega hversu stórt svæði verður klárað á þessu ári, en ætlunin er að tengja öll heimili í Vestmannaeyjum á ljósveitu. Götuskápar verða settir upp í bænum, sem tengdir verða ljósleiðara og frá þeim er fyrirliggjandi heimtaug sem notuð er til að tengja hvert heimili. Vegalengd heimtauga frá götuskáp er að meðaltali um 200 til 400 metrar sem tryggir gæði sambands til endanotanda,�?? sagði Sigurrós.
Með tilkomu ljósveitu Mílu fá íbúar í Vestmannaeyjum möguleika á allt að 50 Mb/s internethraða til heimila og 25 Mb/s frá þeim auk þess sem auka 20 Mb/s eru frátekin fyrir sjónvarpsflutning. Ljósveita Mílu er opið aðgangsnet sem allir þjónustuaðilar í fjarskiptum geta haft aðgengi að og til að nálgast þjónustuna skal fólk hafa samband við sinn þjónustuaðila.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst