Stefnumót við safneign – listir, leikur og lærdómur, er heiti nýrrar sýningar í Listasafni Árnesinga sem opnar laugardaginn 24. nóvember nk. kl. 15. Á sýningunni eru valin verk úr eigu safnsins að mestu leyti úr gjöf Bjarnveigar Bjarnadóttur og sona. Flest verkin eru unnin á fyrri hluta og um miðbik síðustu aldar og eru höfundar þeirra þrjátíu talsins fæddir á árunum 1876 til 1951, má þar nefna m.a. Ásgrím Jónsson, Kjarval, Gunnlaug Scheving, Þorvald Skúlason, Jóhann Briem, Hörð Ágústsson, Hildi Hákonardóttir, Gunnar Örn og fleiri.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst