Stelpurnar áfram í bikarnum
22. nóvember, 2013
Kvennalið ÍBV komst í kvöld í 8-liða úrslit Coca Cola bikarsins með átta marka sigri á KA/�?ór. Akureyrarliðið fékk heimaleik en til að spara ferðakostnað, komust félögin að samkomulagi að spila leikinn í Eyjum, þar sem þau áttu að spila í Íslandsmótinu í Eyjum um helgina. Lokatölur urðu 21:29 fyrir ÍBV en Akureyrarliðið veitti ÍBV talsverða mótspyrnu, var m.a. þremur mörkum yfir í upphafi síðari hálfleiks en Eyjaliðið sigldi svo fram úr á lokakaflanum.
KA/�?ór veitti ÍBV mikla mótspyrnu í kvöld eins og áður sagði en jafnt var á öllum tölum framan af í leiknum en gestirnir náðu hins vegar undirtökunum í lok fyrri hálfleiks og náðu m.a. þriggja marka forystu 11:9 en ÍBV náði að minnka muninn niður í tvö mörk fyrir leikhlé og staðan 12:10 þegar liðin gengu til búningsherbergja í leikhléi.

KA/�?ór náði aftur þriggja marka forystu, 14:11 en Eyjakonur skoruðu næstu þrjú mörkin og jöfnuðu 14:14. Eftir þetta var jafnræði allt þar til í stöðunni 19:19, að ÍBV tók við sér svo um munaði. ÍBV skoraði þá tíu mörk gegn aðeins einu marki gestanna og staðan allt í einu orðin 20:29. KA/�?ór skoraði svo síðasta mark leiksins og lokatölur urðu 21:29.

Á lokakaflanum munaði mest um að vörnin small saman og Erla Rós Sigmarsdóttir hrökk í gang í marki ÍBV. Ester �?skarsdóttir átti mjög góðan leik fyrir ÍBV, bæði í vörn og sókn, eins og Vera Lopes. Liðin mætast að nýju á morgun klukkan 13:00 en þá í Olísdeildinni og fer leikurinn einnig fram í Vestmannaeyjum.

Auk ÍBV eru Haukar, FH og Grótta komin í 8-liða úrslit. Fram, Valur, Fylkir og Stjarnan sátu hjá í 16-liða úrslitum en þessi lið verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit.

Mörk ÍBV: Vera Lopes 10, Ester �?skarsdóttir 8, Guðbjörg Guðmannsdóttir 4, Telma Amado 3, Drífa �?orvaldsdóttir 3, Sandra Dís Sigurðardóttir 1.
Varin skot: Dröfn Haraldsdóttir 6, Erla Rós Sigmarsdóttir 10.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst