ÍBV hafði betur gegn Grindavík í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna rétt í þessu en það þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá leikinn.
Cloé Lacasse kom ÍBV yfir skömmu áður en flautað var til hálfleiks en fram að því hafði leikurinn verið algjör einstefna og sáu gestirnir vart til sólar. �?að átti hins vegar eftir að breytast í síðari hálfleik og sóttu þær gulklæddu allhressilega í sig veðrið á meðan Eyjakonur duttu of aftarlega á völlinn. Allt leit þó út fyrir að ÍBV myndi sigla sigrinum í höfn en í uppbótartíma slapp Elena Brynjarsdóttir, leikmaður Grindavíkur, ein í gegn og kom boltanum fram hjá Adelaide Gay í marki ÍBV.
Leikmenn Grindavíkur mættu síðan ákveðnar til leiks í fyrri hálfleik framlengingar án þess þó að skapa sér hættuleg færi. Á upphafsmínútu síðari hálfleiksins dró hins vegar til tíðinda en þá fékk Dröfn Einarsdóttir, leikmaður Grindavíkur, sitt annað gula spjald í leiknum, fyrir glæfralega tæklingu á Katie Kraeutner, og þar með rautt. Eftir það þjörmuðu Eyjakonur að marki gestanna en inn vildi boltinn ekki og þurfti því að útkljá málin í vítaspyrnukeppni. �?ar reyndust leikmenn ÍBV talsvert öflugri og var það Cloé Lacasse sem skoraði úr lokavítinu og tryggðið ÍBV farseðilinn í úrslitin.